marktak-logo-400x132px-jpeg
marktak-fyrirsogn-myndskeid-74pt

Grípandi er myndskeiðshluti Marktaks

Grípandi tekur að sér  að búa til myndskeið fyrir vefinn og DVD/BlueRay. Grípandi hefur upptökuvélar, stúdíóljós, grænan bakgrunn og teleprompter til umráða.

Vefur Grípandi er á www.gripandi.com.

Íslenskar og enskar útgáfur þjálfunarmyndskeiða

Verkefni fyrir Úrvinnslusjóð 2019. Tekin voru sex þjálfunarmyndskeið sem gerð voru á grísku með styrk frá ESB, og textinn þýddur á íslensku. Svo var íslenskt tal tekið upp, og sett ný hljóðrás á myndskeiðin og ný tónlist, auk þess sem skjágrafík var sett yfir á íslensku þar sem við átti. Einnig var lesari í Englandi fenginn til að lesa textann, og enskar útgáfur búnar til með ensku tali og nýrri tónlist. Þetta er dæmi um hvað er hægt að gera með myndskeið sem eru til á erlendum tungum, og vilji til að færa þau yfir á íslensku með mun minni tilkostnaði en ef myndskeiðin væru gerð frá grunni. Þessi myndskeið eru ekki á Youtube en hægt að fá að sjá þau.

Myndskeið um umhverfismál og endurvinnslu

Grípandi, myndskeiðshluti Marktaks, vann fjögur myndskeið fyrir Hringrás hf. Myndskeiðin fjalla um endurvinnslu og umhverfismál sem voru gerð til sýninga fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Myndskeiðin voru sett á vefinn og einnig á DVD diska sem dreift var í alla grunnskóla á landinu. Grípandi sá um allt í gerð myndskeiðsins, nema að Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, las textann. Einnig var búin til sérstök vefsíða og undirsíður með ýmsum upplýsingum um umhverfismál á vef Hringrásar, sem sjá má hér. Gert 2012 og 2013.

Hringrás hráefna í öllum tækjum og hlutum

 

 

Málmar eru málið

 

 

Endurvinnsla á rafhlöðum

 

 

Spilliefni

 

 

Myndskeið unnin fyrir vefverslun 66°NORTH

Fyrir 66°NORTH voru myndskeið klippt, myndgæði og skerpa löguð, og þau stærðarsett, svo að þau pössuðu í vefverslun 66°NORTH. Þetta voru karl, kven og barnaföt. Alls voru rúmlega 70 myndskeið unnin. Gert vorið 2011.

“Multi-niche” myndskeið á Flugeldahljóð ‘gerð örugg’

Þetta myndskeið var gert í mörgum útgáfum fyrir vefinn Flugeldahljod.com, þar sem í boði er kerfi sem gæludýraeigendur geta notað til að venja gæludýrið eða hestinn á flugeldahljóð. Þetta er í grunninn eitt myndskeið, en notuð er sama aðferð og við fjöltungumyndskeið, þ.e. að myndefni og talskrám er skipt út til að búa til sérútgáfur af sama myndskeiði.

Hér undir sést myndskeiðið fyrir hunda og hesta, en það fjallar um hvers vegna dýr eru hrædd við ókunn hljóð.

Allar sex útgáfurnar má sjá á vefsíðunni um fjöltungu og multi-niche myndskeiðin.

Harpa tónlistarhús

 

Grípandi var á staðnum þegar tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa var vígð. Tekið var upp þetta myndskeið og klippt saman í myndskeið. gert í ágúst 2011. Tónlistin undir er Meditation úr óperunni Thaïs eftir Massenet. Hér er mælt með full screen.

4th Floor Hotel

 

Myndskeiðið var unnið fyrir 4th Floor Hotel á horni Laugavegs og Snorrabrautar í Reykjavík. Þetta er nokkuð yfirgripsmikið myndskeið, og kom það sér vel fyrir á leitarvélum. Gert í júní-júlí 2009.

Aladdin Seafood

 

Þetta myndskeið var gert fyrir Aladdin Seafoods í Barcelona á Spáni. Gert í nóvember 2009.

Atlantic Delicacy – 11 tungumál

 

Þessi myndskeið voru gerð fyrir Atlantic Delicacy til að sýna hvernig hægt er að útbúa grunn myndskeið, og svo útgáfur á mismunandi tungumálum. Myndskeiðin eru á vefnum gripandi.com. Smelltu á tenglana:

ÍslenskaKínverskaEnskaFranskaArabískaJapanskaDanskaSpænskaHindíÞýskaRússneska.

Létt landkynning á Mottumars

 

Grípandi gerði þetta myndskeið í tilefni Mottumars, með landkynningarívafi í léttum dúr. Litirnir á skyrtunum eru fánalitirnir, blátt, hvítt, rautt, hvítt, blátt. Gerðar voru sjö útgáfur á sjö tungumálum: Íslensku, ensku, dönsku, þýsku, frönsku, ítölsku og spænsku, og má sjá þau öll hér. Gert í mars 2010.

Myndskeið fyrir framboð

 

Grípandi tók upp myndskeið fyrir frambjóðendur í tvennum kosningum. Annars vegar var það framboð til formannsembættis hjá SÍM (Sambandi íslenskra myndlistarmanna), þrjú myndskeið. Hins vegar voru það þrír frambjóðendur til Stjórnlagaþings, alls átta myndskeið. Við upptökur á myndskeiðunum vegna stjórnlagaþingskosninga var notaður grænn bakgrunnur (green screen), og bakgrunni svo bætt við eftirá. Hér undir gefur að líta eitt af SÍM myndskeiðunum, en öll SÍM myndskeiðin má sjá hér, og öll myndskeiðin vegna stjórnlagaþingskosninga má sjá hér.

Myndskeið frá málþingi

Grípandi tók upp myndskeið á málþingi SÍM um starfsskilyrði listamanna. Úr þessu urðu sex myndskeið sem voru sett á vefinn. Hér undir má sjá eitt þeirra, en öll sex myndskeiðin eru hér.

NLL Strongman Competition

Grípandi – myndskeiðsdeild Marktaks – fékk í hendurnar upptökur frá tveimur kraftakeppnum sem fóru fram á lóð NLL Recycling í St. John’s á Nýfundnalandi í Kanada, árin 2011 og 2012. Úr þessu voru klippt og útbúin myndskeið. Stutta útgáfan frá atburðinum 2012 er hér undir. Þetta var keppni, Iceland vs. Canada, og voru tveir frá hvoru landi. Annar Íslendinganna var Hafþór Júlíus Björnsson sem gerði nýlega garðinn frægan sem “Fjallið” í Game of Thrones. Myndskeið frá 2011 má sjá hér, og myndskeiðin frá 2012 má sjá hér, á vef Grípandi.

Til baka til forsíðu

773 7100

 

sverrir@marktak.com
© 2016 Marktak – Sverrir Sv. Sigurðarson – öll réttindi áskilin.