marktak-logo-400x132px-jpeg
marktak-fyrirsogn-fyrri-verk-74pt
;

Dæmi um fyrri verk Marktak

Eftirfarandi fyrri verk eru í tilviljanakenndri röð

Íslenskar og enskar útgáfur myndskeiða

Verkefni fyrir Úrvinnslusjóð 2019. Tekin voru sex þjálfunarmyndskeið sem gerð voru á grísku, og textinn þýddur á íslensku. Svo var tal tekið upp, og sett ný hljóðrás á myndskeiðin og ný tónlist. Einnig var lesari í Englandi fenginn til að lesa textann, og enskar útgáfur búnar til með ensku tali og nýrri tónlist. Þetta er dæmi um hvað er hægt að gera með myndskeið sem eru til á erlendum tungum, og vilji til að færa þau yfir á íslensku með mun minni tilkostnaði en ef myndskeiðin væru gerð frá grunni.

Unnið í vefsíðu

Skrif á texta fyrir vefsíðu Salthús, á ensku. Lýsingar á staðháttum og stöðum sem eru áhugaverðir fyrir ferðamenn.

Þýðing á texta fyrir áhættufjárfestingasjóð

Þýðing á grunn skilmálatexta úr ensku yfir á íslensku, fyrir skilmála fjárfestingar (term sheet). Viðskiptavinur er íslenskur áhættufjárfestingarsjóður (venture capital fund) – Trúnaðarmál.

Vefur og logo fyrir gistiheimili

Athugun á nafnakostum, veflénum í boði, og hýsingaraðilum fyrir nýjan vef, fyrir nýtt gistihús á norðurlandi. Niðurstaða var nafnið Salthús í stað Salthúsið eða Salt House, m.a. byggt á því hvaða veflén voru laus. Sett upp grunn Facebook síða (sjá hér). Skoðun á vefjum gistiheimila á Íslandi, tillaga að vef fyrir gistihúsið, og hafin vinna við gerð á WordPress vef fyrir gistihúsið (í vinnslu í mars 2017). Tillögur að logomerki fyrir gistihúsið unnar og lagðar fram, sjá tillögur hér undir.

Valin tillaga:

Aðrar fyrri tillögur:

Prófarkalestur á texta fyrir áhættufjárfestingasjóð

Prófarkalestur og tillögur um orðalag í skýrslu rekstraraðila fyrir rekstrarárið 2016. Viðskiptavinur er íslenskur áhættufjárfestingarsjóður (venture capital fund) – Trúnaðarmál.

Unnið í viðskiptaáætlun fyrir nýtt gistiheimili

Skoðun á viðskiptaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir nýtt gistiheimili sem á að byggja upp á norðurlandi. Ýmsar athugasemdir og tillögur gerðar – Trúnaðarmál.

Nýr vefur Marktak

Árið 2016 var ákveðið að endurræsa þjónustuna Marktak, sem hafði ekki verið starfrækt frá upphafi árs 2014. Sverrir gekk í að uppfæra vefinn og gerði nýjan vef í WordPress þemanu Divi, í stað eldri vefjar sem var unninn í MS Front Page (sjá forsíðuna hér).

Þýðing fyrir bækling um rafbíl

Texti bæklings um rafbílinn Nissan Leaf var þýddur af ensku yfir á íslensku fyrir Bifreiðar og landbúnaðarvélar.

Ýmis vinna fyrir Hringrás

Unnin voru ýmis verk fyrir Hringrás gegnum árin: Vefvinna, email útsending, hönnun á skilti, hönnun á auglýsingu, textaskrif og fleira. Hér er tillaga að PDF glærukynningu fyrir Hringrás.

Fjögur myndbönd fyrir grunnskólanema

Grípandi, myndskeiðsdeild Marktaks, vann fjögur stór myndskeið fyrir Hringrás. Myndskeiðin fræða grunnskólabörn um umhverfismál, endurvinnslu allra hráefna, endurvinnslu málma, skil og endurvinnslu á rafhlöðum, og spilliefni. Þessi myndskeið voru sett á vefinn, en einnig á DVD diska sem voru framleiddir hjá Myndform og sendir í alla grunnskóla á landinu. Einnig voru settar upp upplýsingasíður á vef Hringrásar sem má sjá hér. Grípandi sá um alla þætti nema að tala inn á myndskeiðin, sem Sveppi gerði af list. Myndskeiðin má skoða hér á myndskeiðssíðunni.

DVD diskar með myndböndum fyrir grunnskólanema

Í tengslum við gerð fjögurra stórra myndskeiða fyrir Hringrás voru settir upp DVD diskar og umbúðir hannaðar. Diskarnir voru framleiddir hér á landi hjá Myndform og sendir öllum grunnskólum á landinu. Myndskeiðin voru til að fræða grunnskólabörn um umhverfismál, endurvinnslu allra hráefna, endurvinnslu málma, skil og endurvinnslu á rafhlöðum, og spilliefni. Hér undir má sjá diskahulstrin.

dvd-hulstur-hringras

Skoðanakönnun á vefnum

Marktak sá um uppsetningu á skoðanakönnun á vefnum fyrir Sjónlistamiðstöð. Verið var að óska eftir tilnefninum til verðlauna fyrir sjónlistir.

Skoðun á atriðum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki

Unnið lítið verkefni sem sneri að skoðun á rekstrarfyrirkomulagi tiltekinna ferðaþjónustufyrirtækja hvað varðar vefinn og upplýsingatækni, ásamt úttekt á markaðsmálum á vefnum, sem sneri að megin leitar lykilorðum (search keywords phrases á Google) og helstu leitarniðurstöðum á Google fyrir þær lykilorðasamsetningar. Einnig smá athugasemdir um lykilorðabestun (SEO) og auglýsingar á vefnum. Einnig komið á framfæri tillögu um kynningu gegnum myndbönd.

Þýðing og skrif á ensku

Nokkur smærri verk voru unnin fyrir Sjóklæðagerðina – 66°NORTH sem fólu í sér þýðingar og skrif á textum á ensku fyrir vef og fréttatilkynningar.

NLL Recycling

Ýmis verk voru unnin fyrir NLL Recycling í St. Johns á Nýfundnalandi í Kanada. Þetta var klipping á myndskeiðum um uppákomurnar NLL Strongman, og hönnun á blaðaauglýsingu.

Bæklingur og vefvinna

Hannaður var nýr bæklingur um vörur Prolong, fyrir Prolong á Íslandi. Einnig unnar breytingar á vef fyrirtækisins.

baeklingur-prolong

Samskil vefvinna

Nokkur viðhaldsverk voru unnin fyrir Samskil á vef fyrirtæksins.

Hringrás vefvinna

Marktak hefur unnið ýmis smærri viðhaldsverk vegna vefjar Hringrásar Endurvinnslu gegnum árin.

Vefur fyrir BÍL

Settur var upp nýr vefur fyrir BÍL – Bandalag íslenskra listamanna – í WordPress kerfinu, og efni á síðum gamla vefjarins flutt yfir á þann nýja. Grafík var aðlöguð og fundnar myndir. Vefinn má sjá hér.

vefur-bil-screenshot-500px

Eftirvinnsla myndskeiða fyrir 66°NORTH

Videohluti Marktaks – Grípandi – vann tæp 80 myndskeið stór og smá fyrir 66°NORTH. Um var að ræða myndskeið sem höfðu verið tekin upp í Norgi og á tískusýningu í New York, en Grípandi tók að sér að klippa þau til og laga myndgæðin. Myndskeiðin voru færð yfir í stærð sem hentaði myndskeiðsspilara í vefverslun 66°NORTH. Búin voru til sérstök, stutt myndskeið af hverri flík til að setja í vefverslunina á vefjum 66°NORTH. Einnig voru klippt saman löng myndskeið, eitt með herraflíkum, annað með dömuflíkum og það þriðja með barnafötum. Sjá nokkur af þessum myndskeiðum hér.

Myndskeið fyrir hótel

Grípandi – myndskeiðsdeild Marktaks – tók upp myndskeið á hótelinu 4th floor hotel í Reykjavík. Sjá má myndskeiðið á myndskeiðssíðunni.

Upptaka myndskeiðs fyrir SÍM

Grípandi, myndskeiðsdeild Marktaks, tók upp myndskeið af málþingi Sambands íslenskra myndlistarmanna um starfsumhverfi listamanna. Úr þessu urðu sex myndskeið sem sjá má hér á Youtube, samtals tæpar þrjár klukkustundir af efni.

Ferðamannaskilti í Sveitarfélaginu Árborg

Í starfi deildarstjóra atvinnuþróunardeildar Sveitarfélagsins Árborgar hannaði Sverrir og skrifaði textann fyrir 16 upplýsingaskilti fyrir ferðamenn, sem komið var upp víðsvegar í sveitarfélaginu. Undir er eitt þessara skilta, um flóð í Ölfusá í sögulegu samhengi ásamt flóðamerkingum, en þessu skilti var komið fyrir brúarstöpli Ölfusárbrúar á Selfossi. Sjá yfirlitssíðu um skiltin hér.

olfusa-arborg-500px

 

olfusa-flodamerkingar

Bæklingur fyrir Sveitarfélagið Árborg

Í starfi deildarstjóra atvinnuþróunardeildar Sveitarfélagsins Árborgar hannaði Sverrir ferðamannabækling fyrir sveitarfélagið.

baeklingur-arborg

Þýðing úr dönsku

Þýdddur var texti úr dönsku yfir á íslensku úr bæklingum um sósur og pasta.

Þýðing úr íslensku yfir á ensku

Þýdddur var texti úr íslensku yfir á ensku fyrir vef SÍM.

Hönnun á skiltum og fleira

Nokkur verk voru unnin fyrir Hringrás. Þau fólu í sér hönnun á skilti fyrir starfsstöðvar á Akureyri og Reyðarfirði, gerð á glærukynningu, hönnun á auglýsingu vegna “Grænn apríl” blaðs, og önnur smærri verk.

skilti-skagastrond-UTG2

Vefur fyrir listakonu

Marktak setti upp nýjan vef fyrir Hrafnhildi Sigurðardóttur, textíllistakonu, í kerfi Wix, og efni á síðum gamla vefjarins sem einnig var gerður af Marktak flutt yfir á þann nýja. Vefinn má sjá hér.

Framboðsmyndskeið

Grípandi – myndskeiðsdeild Marktaks – tók upp nokkur framboðsmyndskeið. Um var að ræða framboð Hrafnhildar Sigurðardóttur til formanns Bandalags íslenskra myndlistarmanna (þrjú myndskeið), og framboð þriggja einstaklinga til Stjórnlagaþings (átta myndskeið alls fyrir þessa þrjá). Sjá má myndskeið Hrafnhildar Sigurðardóttur hér, og myndskeið frambjóðendanna þriggja til Stjórnlagaþings eru hér.

Skilti fyrir NLL Recycling

Marktak hannaði skilti sem sett var upp við höfuðstöðvar endurvinnslufyrirtækisins NLL Recycling í St. Johns á Nýfundnalandi, Kanada.

nll-recycling-skilti-1-300

Ýmis verk fyrir Hringrás og Vöku

Marktak vann ýmis verk fyrir Hringrás. Þetta var meðal annars samning verklagsreglna, gerð starfslýsingar, bréfaskrifti, viðhald vefsíðu, greinaskrif fyrir vefinn, útlitshönnun á skilti og vef, samdar útvarpsauglýsingar og fleira. Einnig voru unnin smá verk fyrir dótturfélagið Vöku, tengt endurnýjun á vef Vöku.

Eigin vefir

Marktak hefur unnið marga vefi vegna eigin starfsemi og verka Sverris Sv Sigurðarsonar. Þetta eru vefur Marktak, (þessi hér), vefur Grípandi myndskeiða á vefinn, sem er myndskeiðshluti Marktaks, unninn í FrontPage,(sjá vef Grípandi hér), vefur SeeVatnajokull sem er samfélagsvefur settur upp í kerfi Ning,(sjá vef SeeVatnajokull hér), Vefurinn SVENIDEA.com, WordPress vefur sem geymir ýmsar viðskiptahugmyndir Sverris, og eru margar þeirra settar fram ókeypis fyrir hvern sem er að nýta, (sjá vef Svenidea hér), vefur Uppbygging.org sem er vefur í WordPress sem Sverrir setti upp í kjölfar bankahruns, með hugleiðingum um leiðir til að byggja upp Ísland að nýju, (sjá vef Uppbygging.org hér), og loks vefurinn Sverrir.info sem er upplýsingavefur Sverris með öllum skrifum um Vatnajökul frá upphafi. Sá vefur var settur upp árið 2000 í FrontPage og er haldið í gömlu formi, (sjá vef Sverrir.info hér).

Stofnun fyrirtækis og þróun vörulínu

Sverrir hefur síðustu ár unnið að stofnun fyrirtækis á sviði vöru og þjónustu fyrir gæludýr, unnið í vöruþróun, þróun á vef með meðlimasvæði, og skipulagningu sölu- og markaðsaðgerða. Í upphafi er aðallega horft til enskumælandi markaða, og er fyrirtækið sem búið er að stofna LLC félag (limited liability company) skrásett í Delaware í Bandaríkjunum. Stefnt er á nokkrar vörulínur fyrir mismunandi gerðir gæludýra. Sverrir hefur hins vegar boðið upp á íslenska þjónustu fyrir íslenska gæludýraeigendur, til að hjálpa þeim við hræðslu við flugeldahljóð yfir áramótin. Þetta er þjónusta með takmarkaðri vörulínu sem er aðeins virk þrjá mánuði á ári. Vefur fyrir þessa þjónustu er á www.flugeldahljod.com.

Verðlaunatillögur í samkeppnum og lokaverkefni frá H.Í.

Ísland árið 2018

Sverrir hlaut efstu verðlaun í opinberri hugmyndasamkeppninni “Ísland árið 2018”, sem haldin var af umhverfisráðuneytinu og Skipulagi ríkisins árið 1996. Hans tillaga hlaut verðlaun í 1.-3. sæti ásamt tveimur öðrum tillögum. Þátttakendur voru aðallega fagfólk, en Sverrir var eini námsmaðurinn sem hlaut verðlaun. Sverrir var á þriðja ári í Cand. Oecon. námi í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands þegar verðlaunin voru afhent.

Aðrir verðlaunahafar í 1.-3. sæti voru Einar Valur Ingimundarson, umhverfisverkfræðingur, og Ólafur Pétursson, grafískur hönnuður, saman með tillöguna “Sjálfbjarga samfélag,” og Þór Sigfússon, hagfræðingur, sem var þá aðstoðarmaður fjármálaráðherra, með tillöguna “Þekkingarsamfélagið”. Tillaga Sverris bar hins vegar nafnið “Ísland, friðlýst náttúra og umheimurinn” og setti fram tillögu um friðlýsingu á Vatnajökli og nágrenni til að búa til stærsta friðlýsta náttúruverndar- og útivistarsvæði í Vestur-Evrópu (lagalega séð var á þeim tíma ekki hægt að stofna þjóðgarð og því var þetta orðað þannig. Tilgangur þessa svæðis skyldi vera að styrkja markaðssetningu og atvinnusköpun í landinu. Þetta var ekki hefðbundin náttúruverndarpæling, og ekki sett fram umdir merkjum slíkrar stefnu. Tvær tillögur voru svo verðlaunaðar saman í 4.-5. sæti. Þar voru annars vegar þriggja kvenna hópur sem í voru Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari, og Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, með tillöguna “Tíu bréf til vina”. Hins vegar var einn með tillögu Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður, með tillöguna “Mannlíf, byggð og hnattænir breytipunktar”. Einar Þorsteinn hefur helst orðið frægur á síðari árum fyrir að vera hönnuðurinn á bak við strendingsformin sem eru í glerhjúp Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss, en það verk er annars eignað hinum alþjóðlega fræga listamanni Ólafi Elíassyni “and his team”, enda var Einar heitinn í teymi Ólafs í Berlín.

Verðlaunatillögu Sverris í samkeppninni má skoða hér í heild sinni, en hér undir er hins vegar umsögn dómnefndar, myndir frá verðlaunaafhendingunni og af bæklingi með greinargerð dómnefndar.

1996-island2018-umsogn-domnefndar

island-2018-samansafn-12cm-medforsidu2

Landnýting og orka - verðlaunaritgerð í Vísbendingu

Sverrir hlaut verðlaunin fyrir árið 1997 í ritgerðasamkeppni Vísbendingar – tímarits um viðskipti og efnahagsmál sem haldin var meðal háskólanema. Verðlaunaritgerð Sverris hét Landnýting og orka, og fjallaði um samhengi milli mismunandi náttúruverndarkosta á hálendi Íslands, og þáverandi og hugsanlega aukinnar orkuvinnslu á sama svæði. Dregnar voru upp fjórar sviðsmyndir, og sýnt hve mikið væri hægt að virkja í mismunandi hagkvæmniflokkum. Þetta var mörgum árum áður en farið var að ræða Eyjabakka og Kárahnjúka. Tilgangurinn með ritgerðinni var að sýna að náttúruvernd og stórvirk, aukin orkuvinnsla gæti vel búið saman, ef áhugi væri á því.

Hér má lesa ritgerðina í heildi sinni á Íslensku.

English: Hér má lesa ritgerðina í enskri þýðingu.

Hér undir er ljósmynd af Vísbendingu með ritgerðinni í.

visbending-ljosmynd-600x437px

1997-visbending-energy

Lokaritgerð frá H.Í.

Lokarannsókn og lokaritgerð Sverris úr Cand. Oecon. námi frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands bar nafnið Ferðamannasamskipti á 21. öld, eða á ensku Tourist Communications in the 21st Century.

Þetta var rannsókn á því hvernig ferðamenn eiga samskipti við vini og ættingja sem sitja eftir heima við, gegnum símtöl, póstkort og hugsanlega rafræn póstkort, þegar ferðamenn eru í fríi erlendis. Jafnframt var í skýrslunni samantekt niðurstaðna og hugleiðingar um framtíðarsýn. Valið á efninu endurspeglaði m.a. að Sverrir ætlaði ekki að vinna frekar í hálendishugmyndum þrátt fyrir góðan árangur, verðlaun í samkeppnum og umfjöllun á því verkefni.

Rannsóknin var líklega stærsta eða ein stærsta markaðsrannsókn sem gerð hafði verið í tengslum við venjulegt Cand. Oecon. nám frá viðskipta- og hagfræðideild, þó að enginn þar hefði áhuga á að staðfesta það formlega. Rannsóknin fól í sér að lagðar voru 30 spurningar fyrir fólk sem var stöðvað á förnum vegi í fjórum löndum; Íslandi, Bretlandi, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þetta var í samtals 22 borgum og bæjum, og úrtak var um 1.100 manns. Það má því ætla að rannsóknin hafi gefið nokkuð góða mynd af stöðu mála í þessum löndum. Sverrir hafði áhuga á að vinna eitthvað meira í þessu, en það reyndist ekki vera rétti tíminn (Internetið var að slíta barnsskónum þarna, og vef og snjallsímavæðing ekki hafin svo neinu næmi) svo ekki varð meira af því.

Hér má skoða upplýsingavef um rannsóknina, og lokaritgerðina í heildi sinni, á Íslensku.

English: Hér má lesa lokaritgerðina í enskri þýðingu.

Hér undir er kynningarmynd um verkefnið.

heimasidufors-lokarannsokn

773 7100

 

sverrir@marktak.com
© 2016 Marktak – Sverrir Sv. Sigurðarson – öll réttindi áskilin.