marktak-logo-400x132px-jpeg
Mörg tungumál

Myndskeið á mörgum tungumálum

 

Það hefur sýnt sig að fólk er mun móttækilegra fyrir skilaboðum sem það fær á eigin tungumáli, fremur en á ensku. Þetta á sérstaklega við þegar viðkomandi er ekki sleipur í fleiri en eigin tungumálum.

Grípandi hefur þróað aðferð við samsetningu á myndskeiðum sem gerir kleift að búa til útgáfur af grunn myndskeiði með texta eða tali á öðru tungumáli, þar sem viðbótarvinnan er mjög lítil miðað við tímann sem tekur að búa til sjálft grunn myndskeiðið.

Það má því í raun fá viðbótar myndskeið á tungumáli allra markhópa ókeypis. Þetta er fyrir utan umstang við að koma takmörkuðum texta yfir á önnur tungumál, og búa til textagrafík með þeim textum (sem er staðlað og kallar því á litla aukavinnu), og vinnu við að “keyra út” myndskeiðið og hlaða upp á vefinn sem tekur mjög lítinn tíma.

Myndin hér undir skýrir þetta.

Endilega talaðu við Marktak – Grípandi til að ræða þennan möguleika, ef þú þarft að koma skilaboðum til fólks af ólíku þjóðerni.

Á síðunni hér undir eru dæmi um:

Multi-niche myndskeið, fyrir gæludýraeigendur

Mynskeið á mörgum tungumálum (Mottumars)

Myndskeið á mörgum tungumálum (ímyndað sjávarafurðafyrirtæki)

“Multi-niche” myndskeið á vefnum Flugeldahljóð ‘gerð örugg’

Þetta myndskeið var gert í mörgum útgáfum fyrir vefinn Flugeldahljod.com, þar sem í boði er kerfi sem gæludýraeigendur geta notað til að venja gæludýrið eða hestinn á flugeldahljóð. Þetta er gert með sömu aðferð og í myndskeiðunum að ofan, nema að einnig er skipt út talskrám, ásamt myndskrám, en talið var sér skrifað í handriti og tekið upp kerfisbundið svo hægt væri að búa til þessar sérsniðnu útgáfur. Út úr þessu komu sérsniðin myndskeið fyrir hunda, ketti, hesta, búrfugla, smádýr (kanínur, naggrísi og hamstra), og fyrir blandaðar tegundir. Myndskeiðin má sjá hér undir.

 

 

Myndskeið gert í tilefni Mottumars á mörgum tungumálum

Þetta myndskeið var tekið upp með “grænan skerm” í bakgrunni, og myndefni klippt inn í á bakvið manneskjuna í Sony Movie Studio klippiforritinu. Þetta kallast “chromakey” á fagmáli. Myndskeiðið var gert árið 2010.

Útgáfur voru svo gerðar á eftirfarandi málum:

Íslensku

 

ensku

 

dönsku

 

þýsku

 

frönsku

 

ítölsku

 

og spænsku

Myndskeið gert á mörgum tungumálum (stuttir útdrættir)

Atlantic Delicacy er ímyndað sjávarafurðafyrirtæki. Búið var til grunn “slideshow” myndskeið, og svo settur inn texti með tilteknu stöðluðu verkskipulagi til að það væri fljótlegt og einfalt að búa til mismunandi útgáfur. Myndskeiðið var gert árið 2009. Útgáfur voru gerðar á eftirfarandi málum (tungumál í tilviljanakenndri röð):

Íslensku

 

kínversku

 

ensku

 

frönsku

 

arabísku

 

japönsku

 

dönsku

 

spænsku

 

þýsku

 

og rússnesku

 

Til baka til forsíðu

773 7100
sverrir@marktak.com
© 2016 Marktak – Sverrir Sv. Sigurðarson – öll réttindi áskilin.