marktak-logo-400x132px-jpeg

Ýmis kennsla

Sverrir hefur keypt ýmsa þjálfunarpakka, námskeið og skýrslur um markaðsmál á vefnum. Hér undir er upptalning á ýmsu af því helsta og nýjasta. Sverrir hefur ekki farið í gegnum allt þetta efni frá upphafi til enda, en er með þetta við hendina ef með þarf.

Sverrir er viðskiptafræðingur Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands, og var auk þess í námi í myndlist (Myndlista og handíðaskólanum, fornám), og í smíði í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hefur valið að fara ekki í MBA nám eins og margir gera, til að bæta við þetta, en afla þess í stað þekkingar í markaðsmálum og slíku með því að kynna sér ýmiskonar efni.

Social Media Blitz er þjálfunarefni um markaðssetningu á samfélagsmiðlum, með áherslu á Facebook, Twitter, Instagram og Pinterest. Einnig kennt á tengdan hugbúnað til að stýra slíku starfi, eins og Hootsuite, Canva, Facebook’s Native Scheduler, LeadPages, MailChimp, Privy Pop-Ups, og fleira. Gert af Samantha English hjá Retail Marketing Academy..
Membership Site Blueprint er þjálfunarefni í myndskeiðum, 5 klst alls, um það hvernig eigi að búa til meðlimavef í Membermouse kerfinu fyrir WordPress. Útgefið af Blog Marketing Academy.
Video Ads Genius er þjálfunarefni í því hvernig á að auglýsa á Youtube. Útgefið af Howard Lynch.

Tube Traffic Mastery er þjálfunarefni í því hvernig á að setja inn myndskeið á Youtube á almennum “Youtube channel”, og ná áhorfi, til að kynna vörur. Útgefið af Jon Penberthy og Frontlinemarketer.

AMZ Edge er þjálfunarefni í því hvernig á að selja vörur á Amazon.
Amazon Product Ads er þjálfunarefni í því hvernig á að auglýsa inni á vef á Amazon, með samnefndum auglýsingum. Gert af Charles Kirkland hjá Media Buyer Association.
Podcast Prodigy er kennsla í að setja upp og halda úti hlaðvarpi eða audio podcast. Útgefið af Rachel Rofe.
The Traffic Matrix er viðamikill upplýsingavefur og kennsla í allskyns aðferðum til að fá umferð inn á vefi. Útgefið af Rob Cornish & Gain Higher Ground.

Traffic Evolution 4.0 – Targeted Traffic workshop er kennsla í aðferðum til að fá umferð inn á vefi. Útgefið af Cyberwave Media INC.

Native Ads Made Simple er 6 vikna þjálfunarefni í því hvernig á að auglýsa inni í News Feed á Facebook (kallað native ads). Gert af Charles Kirkland hjá Media Buyer Association.

Product Launch Control er þjálfunarefni með myndskeiðum, skýrslum og slíku í því hvernig á að setja vöru fram á markaði.

Writers Online Workshop eru námskeið sem eru í boði hjá Writer’s Digest, dótturfyrirtæki Reader’s Digest (sem var þekkt hér sem tímaritið Úrval úr Reader’s Digest). The eru námskeið fyrir fólk í Bandaríkjunum aðallega sem vill skrifa skapandi texta. Sverrir tók þrjú stór námskeið sem fóru frá grunni og til flóknari skrifa, sem hétu “Elements of Effective Writing I: Grammar and Mechanics”, “Elements of Effective Writing Part II: Form and Composition” og “Elements of Effective Writing Part II: Creativity and Expression.” Kennarar voru bandarískir rithöfundar sem höfðu gefið út eigin skáldsögur. Hann tók einnig námskeið á Writers On The Web, auk þess að skoða ýmsa aðra kennslupakka af þessu tagi.

Ýmsar skýrslur og kennsluefni í því hvernig á að skrifa sölutexta. Ýmsir útgefendur.

Publisher’s Power Tool og Speedboat Print Publishing. Kennsla í að búa til myndabækur og gefa út á Kindle og prenti hjá CreateSpace. Útgefið af Debbie Drum Marketing.

Og fleira….

Til baka til forsíðu

773 7100

 

sverrir@marktak.com
© 2016 Marktak – Sverrir Sv. Sigurðarson – öll réttindi áskilin.