úr lýsingu á Sverri:
Hjá Marktak er lögð áhersla á vandvirkni og skilvirkni, ásamt nákvæmum vinnubrögðum. Hér sameinast á einni hendi þekking á markaðsmálum, öflun markaðsupplýsinga, þróunarvinnu og endurgerð verkferla, vöruþróun, kostnaðargreiningu, samfélagsmiðlum, hönnun og textaskrifum, myndskeiðsgerð og þýðingum úr og í ensku. Boðleiðir eru því stuttar og viðbragðstími skammur. Marktak er starfrækt af Sverri Sv. Sigurðarsyni, viðskiptafræðingi Cand. Oecon af markaðssviði. Hann hefur einnig bakgrunn úr listnámi, skrifum, videogerð og iðnaði. Við skulum athuga hvort hjá Marktak sé þekking til að ljúka málinu samkvæmt þínum kröfum.
Fyrri texti efst, fyrir ofan verksvið fyrir neðan fjallamynd með “Verkefnastofa”:
Marktak tekur að sér fjölbreytt verkefni, sem hægt er að vinna á einni hendi eða í samvinnu. Með einn aðila að skipta við eru boðleiðir stuttar og hraðvirkar. Kostnaður skiptir einnig máli. Verð er hagstætt vegna lítillar yfirbyggingar. Sjá verksviðin hér undir og fyrri verk:
Linkur á SeeVatnajokull:
SeeVatnajokull.net er samfélagsveftur (social network) sem Sverrir sett upp árið 2008 og kynnti árið 2010. Þar eru myndir og myndskeið frá Vatnajökulsþjóðgarði og svæðum þar um kring. Fólk getur stofnað reikning á vefnum án endurgjalds, og sett inn eigin myndir, myndskeið og sögur frá heimsókn sinni á svæðið.
Markaðsvinna fyrir leiguflugfélag
Marktak vann markaðsvinnu fyrir nýtt leiguflugfélag sem stofnað var 2007, og starfaði um hríð. Þetta fól í sér markaðsathugun og gerð markaðsáætlunar, skoðun á hugsanlegum flugleiðum, hönnun bæklings og vefsíðu á íslensku og ensku, auglýsingar í blöð og skjásjónvarp, framkvæmd spurningakönnunar meðal starfsfólks á hótelum og gestamóttökum, og fleiri smærri atriði.
Myndskeið frá löndunum skipa
Grípandi – myndskeiðsdeild Marktaks – tók upp myndskeið af löndunum nokkurra fiskiskipa og fragtskipa. Þetta var á vegum viðskiptavinar, en ekki á vegum útgerðaraðila eða umboðsaðila skipanna. Gerðar voru stuttar og lengri útgáfur, á íslensku og ensku; útgáfurnar í tveimur tungumálum með sömu aðferð og kynnt er á síðunni um myndskeið á fjöltungu.
Myndskeið af fatalínu
Videohluti Marktaks – Grípandi www.gripandi.com – tók upp mörg lítil myndskeið af fatalínu fataframleiðanda, til að setja inn í vefverslun á vef fyrirtækisins. Tekin voru upp myndskeið af stórum hluta vörulínunnar fyrir konur, karla og börn.
Mars 2017: Verk fyrir nýtt fyrirtæki
Unnið verkefni sem sneri að skoðun á rekstrarfyrirkomulagi tiltekinna þjónustufyrirtækja hvað varðar vefinn og upplýsingatækni, ásamt úttekt á markaðsmálum á vefnum, sem sneri að megin leitar lykilorðum (search keywords phrases á Google) og helstu leitarniðurstöðum á Google fyrir þær lykilorðasamsetningar. Einnig smá athugasemdir um lykilorðabestun (SEO) og auglýsingar á vefnum. Gerð fyrirspurn hjá færsluhirðingarfyrirtæki og fengnar upplýsingar um fyrirkomulag greiðslugátta á vefnum. Einnig komið á framfæri tillögu um kynningu gegnum myndbönd – Trúnaðarmál.
Recent Comments