marktak-logo-400x132px-jpeg

Vefsíðugerð

Vefvinna

Marktak getur tekið að sér að setja upp vefi í WordPress og Wix kerfunum, og Microsoft Expression Web 4.0 (ekki lengur notað), ásamt Ning social network kerfinu.

Vefir sem unnir hafa verið í WordPress:

Marktak.com – þessi vefur hér.

Salthus.is – vefur Salthúss gistiheimilis.

Ideabun.com  – vefur sem geymir ýmsar viðskiptahugmyndir Sverris.

bil.is – vefur Bandalags Íslenskra Listamanna.

Uppbygging.org – vefur settur upp í kjölfar bankahruns, með hugleiðingum Sverris um leiðir til að byggja upp Ísland.

livestreamdesign.com – einfaldur vefur settur upp til að kynna Live Stream Design.

sverrir.info – einfaldur vefur í WordPress, “portal” með linkum á ýmis verk Sverris.

Vefur unninn í Wix:

hsig.net – Vefur Hrafnhildar Sigurðardóttur, textíllistakonu.

Vefur í Shopify vefverslunarkerfinu:

lookviking.com – online store fyrir hönnunarvörur Sverris Look: Viking!

Vefur unninn í Ning:

SeeVatnajokull.net – Samfélagsvefurinn SeeVatnajokull, sem er haldið úti af Sverri.

Vefur unninn í HTML í Microsoft Expression Web (forrit sem tók við af Front Page, en Sverrir hefur snúið sér alfarið að WordPress og svipuðum lausnum):

Gripandi.com – Vefur Grípandi Myndskeiða á Vefnum, sem er myndskeiðshluti Marktaks.

 

Nokkur atriði varðandi WordPress

WordPress vef- og bloggumsjónarkerfið er vinsælasta vefumsjónarkerfið á markaðnum í dag. Það er “open source” lausn og er frítt í grunninn. Hægt er að bæta við það margskonar viðbótum, sem sumar eru fríar í grunninn, en kosta lága fjárhæð til að nota “pro” útgáfu. Þessar viðbætur bæta margskonar virkni við vefina.

Að nota WordPress til að bæta við og uppfæra síður, myndir, og myndskeið er frekar þægilegt. WordPress er ekki fislétt og einfalt, en telst vera í meðallagi þungt fyrir notandann. Að setja upp vef í upphafi krefst nokkurrar vinnu og sérhæfingar, en flestir geta lært það sem þarf síðan til að bæta við nýju efni.

Hér eru nokkur atriði sem Marktak hefur í huga þegar settur er upp WordPress vefur:

Hönnun og útlit. Hægt er að velja milli mikils fjölda af útliti fyrir WordPress vefi, með því að velja og setja upp svokallað “theme”. Mikilvægt er að nota þema sem virkar fyrir nýjustu útgáfu af WordPress, er notað af mörgum og uppfært oft og nýlega. Í mörgum nýjustu útlitsþemum eru lítil takmörk fyrir því hverju er hægt að breyta, varðandi liti, letur, og slíkt, og því hægt að sníða vefinn að ímynd þess sem vefurinn er fyrir.

Child theme. Þetta er tómt CSS snið sem sett er inn undir nafninu “child”. Í þessu sniði er svo kóði sem kallar inn CSS upplýsingar úr megin CSS sniðinu. Að stilla upp “child theme” þýðir, að ef grunn uppsetning WordPress breytist, til dæmis með nýrri WordPress útgáfu sem þemað er ekki þróað fyrir, eða ef nýtt þema er gefið út sem passar ekki alveg við WordPress uppsetninguna, þá mun vefurinn samt standa og virka rétt.

Öryggisviðbætur. Nauðsynlegt er að setja inn og virkja sérstaka viðbót eða “plugin” sem er ætlað að sjá um ýmis atriði sem gera eiga vefinn öruggari, til dæmis gegn svokölluðum hökkurum. Með því að virkja slíka viðbót má stilla inn tugi atriða sem varða notendur, gagnagrunna, skráarkerfi, eldveggi, spamvarnir, vírusvarnir, “brute force” varnir, og fleira.

Ýmsar viðbætur eða “plugins”. Mikill fjöldi er til af viðbótarforritum eða “plugins” sem að sinna ýmsum aukaverkum sem ekki eru innifalin í grunn uppsetningu WordPress eða í grunn útlitsþemanu sem notað er. Hér er málið að velja það sem virkar, og ganga úr skugga um að allt passi rétt saman. Þar skiptir máli að athuga hve víða viðkomandi plugin er notað, fyrir hvaða útgáfu WordPress það hefur verið prófað, og hvenær það var uppfært síðast. Sem dæmi um auka plugins sem Marktak notar eru öryggisvðbót, duplicate post viðbót, include page, insert pages, widget logic, slideshow, media library, og fleira. Fjölbreytnin er mikil og málið er að leita og finna það sem virkar.

Virkar fyrir öll tæki. Nýjustu vefþemu í dag eru “fully responsive”, sem þýðir að hægt er að skoða vefinn á tölvuskjá, á bretti eða iPad, og í snjallsímum. Velja þarf viðbætur eða “plugins” með tilliti til þess að þeirri virkni sé ekki hent fyrir róða.

Til baka til forsíðu

 

773 7100

sverrir@marktak.com

© 2016 Marktak – Sverrir Sv. Sigurðarson – öll réttindi áskilin.