marktak-logo-400x132px-jpeg
Textaskrif

Textaskrif

Sverrir hefur skrifað mikið af texta. Bæði er um að ræða textaskrif á íslensku og ensku.

Hér undir eru nokkur dæmi.

Hvað enskan texta varðar tók hann fjögur stór námskeið í skapandi skrifum á vefnum, hjá aðilum í Bandaríkjunum. Þessi námskeið eru mjög kröfuhörð og að fullu fagleg, og eru fyrir enskumælandi fólk, þ.e. Bandaríkjamenn og t.d. Kanadamenn og Breta, sem vilja bæta sig í skriftækni. Þetta voru ekki útvötnuð námskeið fyrir útlendinga, eða non-native-English speakers. Sjá neðst á síðunni umsagnarbréf tveggja kennara um nám Sverris á þessum námskeiðum.

Sverrir hefur líka skoðað talsvert af kennsluefni um “copywriting” og “writing sales letters” á ensku, þ.e. skrif á texta fyrir vef, og skrif á sölutexta eða sölubréfum.

Sverrir notast við þjónustu prófarkalesara í Bandaríkjunum til að fínklára texta á ensku.

Dæmi úr fyrri verkum: Rafbók um flugelda, þrumuveður og hunda, á ensku

Sverrir skrifaði þessa 19 blaðsíðna PDF rafbók (Adobe PDF ebook) með ráðleggingum fyrir hundaeigendur þegar skotið er upp flugeldum í nágrenninu, eða þegar þrumuveður er (á svæðum þar sem þrumuveður eru algeng t.d. í USA). Í slíkum tilvikum geta hundar (og önnur gæludýr) orðið skelfinu lostin, og slys eða tjón hlotist af. Sverrir vann einnig alla hönnun og myndir. Þessi bók er ekki virkt í boði, en hún er í grunninn tilbúin þegar Sverrir þarf á því að halda að bjóða hana.

Hér er dæmi um texta úr bókinni:

Forsíða bókarinnar:

Blaðsíða 4 úr bókinni, hluti af samanburði á því hvað er ólíkt með mönnum og hundum:

Blaðsíða 6 úr bókinni, stuttar ráðleggingar á einni síðu:

Blaðsíða 11 úr bókinni, hluti af heildar ráðleggingum:

Hér getur þú hlaðið niður rafbókinni í heild sinni (hægri smelltu og smelltu á save as):

Ebook Your Best Reactions For Your Dog During Fireworks And Thunderstorms-Sv Sv Sig

 

Dæmi úr fyrri verkum: Skrif á texta á ensku

Úr verki unnið fyrir 66°NORTH, skrif vegna Grímsvatnagoss, upphaf textans

 

 

Dæmi úr fyrri skrifum: Upphaf skáldsögu á ensku – lesandi leiddur inn í heim Mohawk og Algonquin frumbyggja

Leaves and needles of green hues – ash, oak, maple, pine, birch – without end they crowd every rise and trough – the green blanket just narrowly cloven by rivers snaking like adders across the land and swallowing narrow creeks running from lakes and ponds here and there. This world is the domain of the plant spirits, animal spirits and bird spirits, and of the water spirits, and of their animal and plant brothers and sisters. Yet on one hill, that ascends above a wide river confluence, the trees are burned down, smaller undergrowth slashed away, and hands hard at work make their mark. The three sisters De-o-ha-ko, gradually as the summer unfolds, bring forth their gifts as the Sky Goddess dictated: Sweet corn cobs on tall stalks that stretch to the sky, tender green beans that cling there to and gratifying squash with large leaves shielding the fertile earth. There is more in these fields – potatoes, tomatoes, artichokes, plants of medicine, and tobacco. Above these fertile grounds stretches around the entire hilltop an impermeable row of aspen saplings with sharp points, woven together like a giant basket. Guards with longbows and spears stand guard on platforms. Their sharp sight extends all the way to the lake Kanyatarakwarote. A few feet inside the palisade another palisade stands. Within that in the same way is the third palisade, twenty feet high.

Inside is safety. Rows of longhouses up to two hundred feet long sheathed with birch bark plates and reed mats stand near the innermost palisade wall, around the central square. There in front of the place where the council fire burns stands the largest longhouse – the communion house where common meals are taken and tales are told of heroic deeds in the world of man and spirit, and the clan mothers of the Turtle clan announce their decisions on who among their men best fit will be hunting chiefs and war chiefs in the coming year.

Beside one of the longhouses in the furthest corner away from the dwelling of the chief clan mother a group of women and older men sit amidst daily chores. The men scrape long and straight twigs to make arrows, some sit distance away where skins of deer and elk are cured and colored, two weave simple reed baskets and one is making moccasins from thick moose leather, and then decorating them with embroidery from porcupine quills. Youngsters are helping grinding corn to make the evening’s fire baked cakes. Among them sites silent, a woman – her shiny black hair is donned with grey streaks, a sign of age and experience – and braids together dried corn cobs to be stored on shelves under the roof of the long house. Her face shows all the features of their kin, but she has never been one of the People of the Place of the Flint. To them a part of her has been of the others, even if she wasn’t one in the beginning. She can speak their tongue, the tongue spoken by the shores of the great ocean beyond the great mountain Katahdin where Thunderbird lives, and dawn rises first in the island on the back of the great turtle. She lived with them too long. Her Kanien’keha:ka tongue was flawed when she returned and it has never become pure.

In wintertime the Kanien’keha:ka in the village count a thousand but in the summer the number falls as the sun and the spirit of bravery rises. Most of the strongest men are out on raids, proving their muscle and taking booty, and they have been for weeks. Where did they go? She sighs. They don’t know. Did they sneak north to fight the Huron tribe? Or west for a bloody strife with those who are almost their kin, sometimes friends, sometimes foes – the Seneca, the Oneida, or the Onondaga tribe? Are they on the warpath towards the southwest where the Shawnee and Susquehannock reside, testing their skills with ambush and foray with their spiked war clubs and flint-tipped spears? Southeast, bullying the Mahican or Mohegan? To the east to pester Pennacook, Sokoki or Missisquoi or even further east to the forests under mount Katahdin and towards the sea, which those people call Dawnland? She trembles. That would be worst.

Blood and glory … or death. Will they be victorious or limp back defeated? Will their death bring them honor? When they have dared themselves up to fuming battling spirits, dancing the war-dance around the council fire sending their prayers of victory up, with the sparks, towards the Great Spirit, then they are fully convinced of their coming victories. It is not always so.

The main gate is slightly open so produce from the fields can be carried into the village. A few youngsters and two old men have also arrived with fish in reed baskets from the river. The hustle and bustle increases, the gate is opened in full. They hear shouts and shrieks.

The woman who braids the corn cobs looks down and continues, slowly. Finally when she is the only one left she rises to her feet. Among the dancing warriors in the central square are some that don’t seem cherry at all. She takes slow steps toward the square, and she sees better. They are captives, frightened and downcast, and something that flickers in her awareness that kindles an old memory. She hurries. They are dirty and scratched, beaten and spat on but small features on their loincloths, hair and scalplocks, and the ornamental talismans they still have left makes her stop and frown.

These are her worst moments when the unfortunate are dragged from that faraway region. They are Wabanaki, from the Dawnland. But which tribe?

Her eyes stop at … her heart takes a second beat like a hare caught in a snare. She covers her face with her hands. “Oh, no, not him,” she whispers. She hasn’t seen that face for years. “Why did they take him?”

His face like the heavy dark sky before a thunderstorm, he looks around, bound on hand and feet crouching …

… and then he sees her.

Their eyes meet.

Their eyes meet like the teeth of a pack of wolves meet the thigh of a white tailed deer. Dead frightened.

He has blood stain on his face. He is years older, like herself, but it is definitely him.

She trembles and her feet nearly betray … she turns around … she walks away.

She leaves him … doomed. But what can she do? She’s hardly one of them.

They are under close guard. Nothing is left but the aching, thirsty wait for the end. They must keep their pride intact, not let out a single sound, no matter how piercing the pain of the torture will be. Some will meet the Great Spirit Woli-niwesqit, the good Gluskap, his companions the two friendly wolves and Grandmother Woodchuck and the wind eagle Wuchowsen … this very night. Heroes returning to the spirit home of their soul from this agony land. But some might also be turned into a slave which would be a much worse misery. Months and years perhaps working for the adder people.

Kindlings are carried towards the council fireplace. It will be a large bonfire.

Dæmi úr fyrri skrifum: Sama upphaf skáldsögu en hér á íslensku – lesandi leiddur inn í heim Mohawk og Algonquin frumbyggja

Innan um risavaxnar öldur meginhafsins flýtur Skjaldbakan Mikla. Á baki hennar er Jörðin með magnþrunginn jarðargróður og dýr sem öll voru sköpuð af Gyðju hinnar frjósömu jarðar, þeirri gyðju er féll gegnum holuna litlu efst á himinhvolfinu í árdaga undir rótum Trés hins eilífa ljóss.

Margar þjóðir manna búa á Jörðinni sem þau nefna viðeigandi nafni – Skjaldbökueyju. Fólkið hefur allt sína ólíku siði, og á kvöldin hvíslar fólkið við snarkandi eld um framandlegar þjóðir enn lengra í burtu, aðra tungu og aðra guði.

En engin eru jafn framandleg og það fólk sem gamla konan hafði hitt. Hvern dag hugsar hún til þess, þó langt sé um liðið.

Blaktandi laufblöð og barrnálar – óteljandi grænir tónar – askur, eik, hlynur, fura, birki – án enda standa þau þétt á hverri hæð og lægð.  Aðeins hér og hvar er þetta græna teppi sundur skorið af ám sem liðast líkt og snákar yfir landið og drekka í sig mjórri læki sem renna frá vötnum og tjörnum hér og hvar. Þetta land tilheyrir öndum dýra og fugla og fiska sem ljá skepnum í skóginum anda sinn, og þeim sem í vatninu búa, en í slakkanum umhverfis eina flata hæð sem rís yfir ármótum eru trén brunnin og felld og smærri skógargróður hogginn niður af duglegum höndum af ákefð. Þar standa nú Systurnar Þrjár  De-o-ha-ko og bjóða fram gjafir sínar, stig af stigi eftir því sem hásumarið tekur völdin, eins og Gyðjan hinnar frjósömu jarðar kenndi fólkinu: Maískólfar á toppi hárra stilka, grös með safaríkum baunum vefjandi sig upp eftir þeim, og seðjandi grasker á jörðinni sem gefa moldinni skugga með sínum stóru blöðum. Á þessum akri vaxa fleiri plöntur – kartöflur, tómatar, ætiþystlar, lækningajurtir, og tóbak. Ofan við þessa frjósömu skika teygja sig upp umhverfis allan hæðartoppinn þétt röð af mjóum asparbolum með hnífbeittum oddum efst, ofin saman líkt og risastór karfa. Verðir með langdræga boga og örvar tilbúnar hvert augnablik húka á pöllum innan við stauragirðinguna. Þeir hafa skarpa sjón og sjá alla leið að vatninu Kanyatarakwarote. Nokkrum metrum innan við girðinguna stendur önnur girðing eins ydduð. Innan þeirrar girðingar stendur þriðja girðingin jafn há, á við þrefalda mannshæð, og með skörpum oddum sem enginn helvita myndi reyna að komast yfir kæmist hann hjá því.

Innan virkisveggja ríkir öryggi. Raðir af langhúsum allt að tvö hundruð feta löng sem klædd eru birkibarkar plötum og sefmottum standa upp við innsta skíðgarðinn, kringum miðsvæði. Þar, framan við eldstæðið þar sem samkomueldur ættbálksins brennur, stendur stærsta langhúsið – samkomuhúsið þar sem sameiginlegir málsverðir fara fram og sögustundir þar sem sögur af hetjulegum dáðum eru sendar með reyk tóbaksins upp til Andans Mikla á meðal stjarnanna, og ættbálkamæður ættbálks Skjaldbökunnar tilkynna ákvarðanir sínar um hverjir af þeirra færustu körlum verða höfðingjar veiða og höfðingjar stríðs á því ári.

Við eitt af þessum langhúsum í fjarlægasta horni frá dvalarstað höfuð ættbálkamóðurinnar er lítill hópur af konum og fáeinir eldri menn önnum kafinn við sína daglegu iðju. Mennirnir skrapa langar, beinar greinar með skörpum tinnustein til að búa til örvar, sumar sitja spölkorn frá og vinna skinn dádýra og hjarta fyrir litun og úrvinnslu, tvær flétta einfaldar körfur úr seftrefjum og ein er að sníða skó úr elgsleðri sem hún mun svo skreyta með útsaum úr lituðum broddum puntsvíns. Unglingar, of ungir til veiða eða stríðsferða, hjálpa við að mala maískorn fyrir eldbakaðar kökur kvöldsins. Á meðal þessa hóps situr hljóðlát, kona –hár hennar glansandi af bjarndýrafitu sem nuddað er í það geymir grá hár og svört á víxl sem eru merki reynslu og fleiri ára en margar ná – Hún fléttar saman maískólfum til geymslu á löngum hillu undir þaki í langhúsinu. Vetrarmatur.

Andlit hennar hefur öll merki hennar fólks, en hún hefur aldrei verið fullgild sem ein af Fólkinu á Staðnum með Tinnusteinunum. Alltaf hefur hluti af henni tilheyrt hinum og það jafnt þó hún hafi ekki verið það í upphafi. Hún kann að tala tungu annarra, tunguna sem töluð er við hafið mikla handan fjallsins helga Katahdin á hvers toppi Þrumufuglinn býr, þar sem geislar sólarinnar skína fyrst á hverjum morgni á landið.

Þegar kaldir vindar vetrar næða um landið eru þúsund manns í þessu þorpi innan þrefaldra virkisveggja, meira en hundrað í hverju langhúsi, en talan fellur um leið og sólin og kraftur hugrekkis rís. Flestir sterkir karlmenn eru í herferð, til að sanna styrk sinn og safna ránsfeng. Vikur hafa liðið síðan þeir yfirgáfu þorpið. Hvert fóru þeir. Hún andvarpar. Þau vita það ekki. Fóru þeir norður að berjast við Huron ættbálkinn? Eða vestur fyrir blóðug átök þessa sumars við þá sem eru næstum náskyldið þeim, stundum vinir, stundum fjandmenn – Seneca eða Oneida ættbálkana? Runnu þeir í vígahug til suðvesturs gegn Shawnee eða Susquehannock – suðausturs þar sem Mahican eða Mohegan búa – í austur að hrella Pennacook eða Sokoki eða Missisquoi fólkið – til að sannreyna hæfni sína í fyrirsát og skyndiárásum með gaddasettum bardagakylfum og spjótum með hárbeittum tinnusteinsoddum? Þeir voru jú tinnusteinsfólkið – grjótharðir.

Konan andvarpar og lítur í átt til hliðsins. Fóru þeir jafn enn lengra til skóganna sem liggja undir fjallinu helga Katahdin, til sjávar sem það fólk kallar Land Dögunarinnar? Hún titrar. Það væri verst.

Blóð, dýrð og dauði. Koma þeir í sigurvímu eða haltrandi niðurlægðir? Þegar þeir hafa æst sig upp í froðufellandi baráttuanda, dansandi stríðsdansinn kringum æstan eldinn til að senda bænir um sigur upp, með lýsandi gneistunum, til Andans Mikla Tharonhiawakon sem heldur uppi himninum, þá eru þeir fullvissir um komandi sigra. Það fer ekki alltaf svo.

Hliðið er að hálfu opið svo hægt sé að bera inn afurðir af akrinum. Nokkur ungmenni og tveir eldri menn eru einnig nýkomnir með nýveiddan fisk úr ánni í bastkörfum. Ysinn og þysinn hækkar skyndilega, og hliðið er opnað til fulls. Þau heyra hróp og skræki. Dálítill hópur af föngum er dreginn gegnum hliðið og inn á svæðið framan við stóra langhúsið. Hún heyrir ys og þys meðal þorpsbúa. Lætin aukast um helming og nú heyrast undrunarhróp og hávært mas í ungum jafnt sem gömlum. Það eru stympingar og stríðsmennirnir ýta fólkinu frá sér. Þeir öskra hátt.

Konan sem fléttar saman maískólfum horfir í gaupnir sér og heldur áfram, hægt, þar til hugsun þýtur gegnum huga hennar. ‘Þetta er miklu meira en venjulega?!’ Hún er ekki vön að ota sér fram til að horfa á fanga sem voru dregnir hingað en nú fleygir hún frá sér maísnum og rís upp með erfiðismunum með náladofa því fæturnir höfðu verið bognir lengi. Hún staulast af stað með illum grun. Af hverju eru svona mikil læti í fólkinu? Hljóðin eru vart að hækka, enda gátu þau varla farið hærra, og eru jafnvel í hægum rénum. Stoltir stríðsmennirnir halda fólkinu miskunnarlaust frá föngunum.

Hún stikar áfram eins hratt og hún kemst. Í gegnum þvöguna sér hún glitta í fangana. Þorpsbúarnir eru að færa sig fjær föngunum sem líta kringum sig skítug, rykug og sveitt. Dapurleg augun renna flóttalega yfir sviðið –Þrátt fyrir allt örlar á forvitni því hér er þorp Kanien’keha:ka fólksins, sem þjakaðir aðkomumennirnir kalla Mohawk. Þau stara stutt á langhúsin sem eru miklu stærri en litlu wigwam húsin gerð úr mjóum sperrum og plötum úr trjáberki sem þau sjálf flytja milli vetrar og sumarstöðva á kanóum. Þessi stóru langhús eru aldrei flutt úr stað.

Augu hennar nema lítil atriði við hár og verndargripi sem fá hana til að snarstöðva … og grípa andann á lofti. Í þessari stríðsferð höfðu þeir þá sótt alla leið til strandarinnar! Klettótta ströndina sem öldurnar ögra án afláts, og handan við hvítt löðrið teygir hafið mikla sig óendanlegt þangað sem sólin stígur upp frá sjóndeildarhringnum í dögun. Hún hafði séð það haf, sem engin önnur kona í þessu þorpi hafði gert. er meira en flestir í þessu þorpi höfðu . Þetta eru Wabanaki menn. Fólkið í landi dögunarinnar.

Umsagnir vegna námskeiða í skapandi skrifum hjá aðilum í Bandaríkjunum

bref-karlyn-thayer

bref-carolyn-h-walker

 

 

Dæmi um kennsluefni um skrif og skrif á sölutexta sem Sverrir hefur aflað sér og skoðað

thumb-300px-copywriting-ymis

773 7100
sverrir@marktak.com
© 2016 Marktak – Sverrir Sv. Sigurðarson – öll réttindi áskilin.